Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Bara á móti ...

Ég hef verið að lesa bloggin hans Ómars Ragnarsssonar sem og margra annarra grænna og vinstra megin í pólitíkinni og ég get bara ekki varist þeirri hugsun sem í sífellu dettur inn í höfuðið á mér;  Er allt þetta fólk bara á móti?  Er allt þetta fólk bara að hugsa um að koma í veg fyrir eitthvað?

Það er eins og það sé eini fókusinn.  Ekki lausnir og hugmyndir um hvernig á að færa okkur fram á við heldur bara að koma í veg fyrir hitt og þetta.  Í veg fyrir sömu stjórn, í veg fyrir virkjun orkulinda, í veg fyrir álver, og svo fram vegis.  Jú .. ég heyri að vísu notuð orðin hátækni, auka menntun, styðja við þetta og hitt jákvætt en það heyrist hjá öllum, líka þeim sem eru hægra megin og vilja virkja kraft þjóðarinnar og landsins.  Og þegar ég sé eitthvað jákvætt þá er það yfirleitt í samhengi við "í staðinn fyrir".

Sem sagt .. VG, Íslandshreyfingin, Samfylkingin og jafnvel Frjálslyndir staglast á "koma í veg fyrir", "má ekki gerast", "í staðinn fyrir", "hindra", "hefta" og fleira.

Ekki viljum við þetta svona fólk við stjórnvölinn?  Eða hvað?

 Svo ég víki nú að öðru.  Jú jú, sagt er að ég sé hægra megin og ekki hrifinn af feminisma og svo framvegis og jú ég hef látið út úr mér að ég væri alveg feiknalega á móti Hjallastefnunni en ég sá Margréti Pálu í Silfri Egils og mér fannst feiknamikið til hennar koma ... ég vildi að hún væri í framboði frekar en margir aðrir sem fram koma fyrir hönd stjórnmálaaflanna.  Ekki að ég myndi endilega kjósa hana enda kýs maður flokka í næstu kosningum.

 Já og svo voru það FORMA tónleikarnir.  Uss maður.  Björk.  Algjör brandari. Nýju fötin keisarans er það sem mér dettur í hug.  Þvílíkt rugl.  Tónleikarnir sökkuðu feitt fyrir utan einn þeirr sem kom fram, Pétur Ben.  Ótrúlega góður og hlýtur að eiga framtíðina fyrir sér.

Kveðja,

 Jón Árni


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband