Dæmigerð hrokafull framkoma sendimanna ESB


Fræg er framkoma sendimanna ESB við forseta Tékklands nýlega. Framkoma ESB í garð Íslands í kjölfar hrunsins var fyrirlitleg. Enn einu sinni sýnir ESB sitt rétta andlit. Og þetta er það sem Samfylkingin og uppgjafar íslendingar eru tilbúnir til þess að leggjast og skríða fyrir.
mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ferningur

Fyrir utan það að AGS hefur sjálfur sagt að hann muni ekki taka þátt í þessu.

Treystum ekki blekkingarleik sjálfstæðismanna. Þetta er ekki hægt. 

Ferningur, 20.4.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: GH

Bíðum nú aðeins við. Í fyrsta lagi var framkoma ESB ekki fyrirlitleg, heldur krafðist sambandið þess að Íslendingar stæðu við skuldbindingar sínar. Framkoma Breta í kjölfar hrunsins var vissulega umdeilanleg, en Bretar eru ekki ESB. Í öðru lagi er evran gjaldmiðill ESB-landa, og því getur það varla talist hroki af "Brusselvaldinu" neita því að AGS geti samið um að þjóðir utan sambandsins, sem ekki vilja ganga inn í sambandið, fái að taka upp evru. Við Íslendingar verðum einfaldlega að horfast í augu við að við höfum tvo kosti -- búa áfram við krónu með þeim kostum og göllum sem henni fylgja (háir vextir, gjaldeyrishöft, óstöðugleiki) eða ganga í ESB og stefna að upptöku evru. Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn sem varpa ryki í augu kjósenda og lofa þeim að við getum fengið allt fyrir ekkert -- frelsi án ábyrgðar, aðgang að mörkuðum án eftirlits, gjaldmiðil án þátttöku -- ljúga að kjósendum. 

GH, 20.4.2009 kl. 21:12

3 identicon

Bretar eru víst í ESB, þeir eru samt ekki með evru.

Þorsteinn Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 21:21

5 Smámynd: GH

Bretar eru í ESB en þeir eru ekki ESB -- alveg eins og Klaus Tékklandsforseti er forseti ESB ríkis, en er ekki forseti ESB.

GH, 20.4.2009 kl. 21:22

6 identicon

GH, þetta var nú dólgsleg og hrokafull framkoma, ég ruglaðist bara.

En tvo lönd og eitt "land" eru með evruna án þess að vera í Evrópusambandinu og án þess að hafa samið eitthvað við Evrópusambandið, þau eru Andorra, Svartfjallaland og Kósóvó. Einnig hafa Mónakó, San Marínó og Vatíkanið evruna án þess að vera aðili að Evrópusambandinu, en þau lönd sömdu þó við Evrópusambandið um upptöku gjaldmiðilsins.

Þorsteinn Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:31

7 identicon

Þetta er hálf fyndið - ESB getur ekkert sagt ef AGS ákveður að styðja við upptöku íslending á Evru.  Alveg eins og menn hafa tekið upp dollar án stuðnings Bandaríkjanna eða Bandaríska seðlabankans þá er það sem þú þarft er fjársterkur aðili sem sér til þess að þú hafir aðgengi að Evrum til að skipta út krónunni.  AGS gæti þetta.  Það er bara fyrirsláttur og aðstoð við Samfylkinguna í kosningunum frá ESB að halda einhverju öðru fram.

Auðvitað vilja ESB herrarnir fá Samfylkinguna í stjórn hér - það blasir við.

MK (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:35

8 identicon

Andorra, Svartfjallaland og Kósóvó hafa tekið upp evru án samstarfs við Evrópusambandið, einnig er dollarinn góður kostur, Evran er á leiðinni inní kreppuna, eða minnkar allavega eitthvað á næstu misserum svo það er ekkert æðislegur kostur núna, ég hef meira að segja heyrt að Spánn og Írland vilju fleygja evrunni og taka aftur upp sinn gamla gjaldmiðil eða eitthvað annað.

Dollarinn væri betri kostur en evran.

Þorsteinn Gunnar (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 21:38

9 Smámynd: GH

Það er einkennileg þráhyggja að halda að ESB hafi einhvern óskaplegan áhuga á að fá Ísland í sínar raðir, svo mikinn að þeir hafi á sínum snærum heilan her fólks á launum við að koma því í kring. Sannleikurinn er nú bara sá að ESB-löndin eru til í að semja við Íslendinga um aðild, þrátt fyrir að efnahagur okkar er í rúst, ef Íslendingar vilja sækja um -- en ef við viljum það ekki þá er það okkar mál. ESB-löndin eru aftur á móti treg til að samþykkja "free-riders", þ.e. lönd sem vilja njóta kosta ESB en ekki leggja neitt að mörkum á móti. Þess vegna eru þau ekki reiðubúin til að leyfa hverjum sem er að taka upp sinn gjaldmiðil sí svona. Hvað þau lönd sem standa utan ESB en hafa evru ræðir þá hafði ekkert þeirra sjálfstæða mynt áður og fengu því að taka upp evru þegar sú mynt sem þau notuðu áður var lögð niður -- þýska markið í Svartfjallalandi, ítalska líran í San Marínó og Vatíkani, franski frankinn í Mónakó, spænski pesetinn í Andorra (þetta á ekki við um Kósovó, sem hafði enga sjálfstæða mynt). Slíkt gildir ekki um Íslendinga.

GH, 20.4.2009 kl. 21:45

10 identicon

Björn Bjarnason er jafn ómarktaekur bjáni og Davíd Oddsson.  Theim hefur bádum verid sópad af sjónarsvidinu.  Their eiga bádir ad hafa vit á thví ad halda kjafti. 

Kannski vaeri rád fyrir thá báda ad fljúga á eyrunum til Mars?  Bara til thess ad thjódin thurfi ekki ad hlusta á kjökrid í theim.

Bjarni fimm, Oddur 71, Gunnar 32, BINGÓ!! (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband