Ísland liður í innlimunarplani ESB


Mér finnst alveg merkilegt að fólk skuli ekki sjá hvað vakir fyrir ESB með Olli Rehn í farabroddi. Hann lýsir því sem verkefni sínu/ESB að ljúka innlimun í norðri með Íslandi og Noregi og telur ljóst að hann/ESB muni ljúka innlimunar verkefninu með glans í suðaustur Evrópu.

ESB endurspeglar það sem allir sagnfræðingar og mannfræðingar vita sem er að stórríki verða að bákni sem hefur það að markmiði að stækka með því að innlima þjóðir sem liggja með landamærum þeirra.

Olli lítur greinilega á þetta sem lið í að komast á þann púnkt að gera farið að ljúka þeim breytingum sem þarf til þess að gera ESB að einu ríki, Evrulandi þar sem verður einn gjaldmiðill, einn fáni, ein lög og miðstýring dauðans.

Við eigum auðvitað að að standa á eigin fótum og ekki láta blekkjast af fagurgala um paradís sem ekki er til og verður ekki til.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband