Er málfrelsi í landinu? Jafnvægi í miðlun?

Ég var spurður að því núna í morgun hvernig ég hefði farið að því að ná jafnvægi við lestur og áhorf fjölmiðla.  Ég hafði leitt að þessu hugann en ekki svarað sjálfum mér.  En ég gerði það núna.

 Þetta var vandkvæðum bundið. Ég horfði á RUV, fréttir Stöðvar 2, las Fréttablaðið og Morgunblaðið og spurði sjálfan mig: "Eru allir sömu skoðunar? Er allt í lagi með ríksstjórnina og vilja allir komast í ESB?. Er ég einn í heiminum?"

Samræður við fólk í kringum mig fullvissaði mig um að þessir fjölmiðlar væru alls ekki að koma skoðunum meirihlutans á framfæri. Það var frekar eins og þeir væru handbendi stjórnvalda og fjármagnsins, þeirra tveggja aðila sem standa saman vörð um hagsmuni fjármagnsins.

Mér leið skringilega og hugsaði: "Má ég þá ekki vera á annarri skoðun?" ... "Ætli ég megi segja það sem ég hugsa?" ... "Er málfrelsi í landinu?"

En núna síðustu daga létti mér. Jú, meira að segja Davíð Oddson fær að segja sína skoðun þó margir vilji þagga niður í honum.

Í þessu kristallast mín afstaða. Ekki að ég sé aðdáandi Davíðs heldur er ég aðdáandi málfrelsisins.   Þó ekki þess málfrelsis sem felst í nafnlausu níði á bloggum heldur heilbrigðum skoðanaskiptum undir nafni.
 
Tökum öll þátt og gefum öllum færi á að viðra sínar skoðanir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband