Ráðherrar undirbúa sig fyrir komandi kosningar.

Er ekki ljóst að nú eru ráðherrar ríkisstjórnarinnar búnir að gera sér grein fyrir því að kosningar eru á næsta leiti og að hver er sjálfum sér næstur og á atkvæðaveiðum. 

Árni Páll sem hefur ekki sést frekar en aðrir Samfylkingarmenn í 6 mánuði dúkkar allt í einu upp og slær sig til riddara með lausn fyrir heimilin sem hljómar vel en reynist bara vera lenging lána.

Össur  rífur kjaft  hjá Sameinuðu Þjóðunum og lætur það fréttast svo um munar.

Jóhanna hefur talað meira í liðinni viku en í allt sumar, beitir allt í einu gömlu hótunar verklagi, en er að segja sín síðustu orð í pólitík og er á útleið. 

Össur og Árni Páll berjast um hvor leiðir Samfylkinguna en líklegt að ISG fólk og gamli kvennalistinn láti í sér heyra. 

Það jaðrar við klofning hjá VG en spurning hvort náist sáttir.  Til þess þarf Steingrímur J. að sjá villur síns vegar. 

Ögmundur stendur upp og auglýsir sjálfan sig og fyrir hvað hann stendur innan VG.  Hann hefur komið vel út í augum Vinstri Grænna og fleiri með staðfestu. 

Svandís  Svavars hefur lítið borist á en uppgötvar allt í einu að í komandi kosningum þarf hennar nafn að vera í fjölmiðlum og hún að hafa gert eitthvað "vinstir grænt".  Þess vegna úrskurðaði hún nýlega um ógildingu umhverfismats suðurlínu.

Jón Bjarnason hefur nýlega margítrekað ESB andstöðu sína og þjóðerniskennd vegna landbúnaður og sjávarútvegs.

Takist Steingrími að halda þessari stjórn saman þá er það vegna þess að hann sjálfur þarf tíma til þess að ná fyrri stöðu meðal vinstri grænna.  Og svo vill hann alls ekki missa völdin. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband