Bara á móti ...

Ég hef verið að lesa bloggin hans Ómars Ragnarsssonar sem og margra annarra grænna og vinstra megin í pólitíkinni og ég get bara ekki varist þeirri hugsun sem í sífellu dettur inn í höfuðið á mér;  Er allt þetta fólk bara á móti?  Er allt þetta fólk bara að hugsa um að koma í veg fyrir eitthvað?

Það er eins og það sé eini fókusinn.  Ekki lausnir og hugmyndir um hvernig á að færa okkur fram á við heldur bara að koma í veg fyrir hitt og þetta.  Í veg fyrir sömu stjórn, í veg fyrir virkjun orkulinda, í veg fyrir álver, og svo fram vegis.  Jú .. ég heyri að vísu notuð orðin hátækni, auka menntun, styðja við þetta og hitt jákvætt en það heyrist hjá öllum, líka þeim sem eru hægra megin og vilja virkja kraft þjóðarinnar og landsins.  Og þegar ég sé eitthvað jákvætt þá er það yfirleitt í samhengi við "í staðinn fyrir".

Sem sagt .. VG, Íslandshreyfingin, Samfylkingin og jafnvel Frjálslyndir staglast á "koma í veg fyrir", "má ekki gerast", "í staðinn fyrir", "hindra", "hefta" og fleira.

Ekki viljum við þetta svona fólk við stjórnvölinn?  Eða hvað?

 Svo ég víki nú að öðru.  Jú jú, sagt er að ég sé hægra megin og ekki hrifinn af feminisma og svo framvegis og jú ég hef látið út úr mér að ég væri alveg feiknalega á móti Hjallastefnunni en ég sá Margréti Pálu í Silfri Egils og mér fannst feiknamikið til hennar koma ... ég vildi að hún væri í framboði frekar en margir aðrir sem fram koma fyrir hönd stjórnmálaaflanna.  Ekki að ég myndi endilega kjósa hana enda kýs maður flokka í næstu kosningum.

 Já og svo voru það FORMA tónleikarnir.  Uss maður.  Björk.  Algjör brandari. Nýju fötin keisarans er það sem mér dettur í hug.  Þvílíkt rugl.  Tónleikarnir sökkuðu feitt fyrir utan einn þeirr sem kom fram, Pétur Ben.  Ótrúlega góður og hlýtur að eiga framtíðina fyrir sér.

Kveðja,

 Jón Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja kallinn. Ég er sammála þér með eitt, það er ekki nóg að vera bara á móti, þú þarft að vera með lausnir eða í það minnsta hugmyndir að lausnum. En það er nú yfirleitt tilfellið með þessa blessuðu stjórnarandstæðu að hún er yfirleitt ekki með úthugsaðar lausnir á þeim vandamálum sem hún gagnrýnir.

Mér finnst hins vegar nóg komið af núverandi stjórn og væri gott að fá eitthvað nýtt. Vona samt að Sjálfstæðisflokkurinn haldi áfram, en væri alveg til í að breyta um fólk og fá nýtt, ferskt blóð (kjöt). Framsóknarflokkurinn er þreyttur, hann er búinn, ætti að vera fyrir löngu síðan.

Hvað tónleikana varðar, ég er að fara á morgun (mánudag), vona að það verði skemmtilegra en þú lýsir. Pétur Ben rokkar.

Hvernig væri að þú legðir fram einhverjar lausnir? Ég skal styðja þig í því og jafnvel bæta við ef mér þykir ástæða til. Kannski við gætum bætt málefnaskrá hjá einhverjum. muhaha!! 

kv. Sigurjón

Sigurjón Hákonarson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 23:18

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Maður gæti haldið að þú værir á móti þessum flokkum. Það verður að koma í veg fyrir að þeir nái atkvæðum, því það má ekki gerast. Í staðin fyrir þá verður að vera flokkur sem hindrar eða heftir það allavega.

Birgir Þór Bragason, 10.4.2007 kl. 08:02

3 identicon

Vona að fólk átti sig í tæka tíð og kjósi ekki VG. Nú á að kæra ZERO auglýsingu - hversu langt á þetta að ganga?

Helga B (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 22:43

4 identicon

Púff, lestu bloggið hjá hinni veruleikafirrtu Sóleyju Tómasdóttur í dag. Ég get ekki skilið hana öðruvísi heldur en að konur séu aumingjar sem séu upp á náð og miskun karmanna komnar, hafi ekki sjálfstæðan vilja né skoðanir og eigi að kjósa konur af því að þær eru konur. Að öðrum kosti komist karlar til valda, karlar sem geti ákveðið að taka kosningaréttinn af konum og ýmislegt fleira í þá áttina. Held að hún sé ekki mjög vel að sér konan. Ég ætla sko ekki að kjósa VG - aldrei - og ég vona að konur kjósi ekki konur eins og Sóleyju.

Helga B (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:23

5 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Fínir punktar. Ég er nú bara glettilega sammála þér um flest nema hvað ég ætla að kjósa, og virkjana/stóriðjumál .  Það er vegna þess að ég held að þetta sé rangt varðandi samkeppnina um tæknifólk. Þessi samkeppni snýst nefnilega ekki bara um þá sem eru búnir í skóla og eru komnir á vinnumarkað. Þetta snýst ekki síður um yngra fólk sem er að ákveða sig hvað það á að læra. Þar ákveðst hvaða tækifæri verða sköpuð í framtíðinni, og hvernig samkeppnisstaða okkar verður í framtíðinni.

Þarna er samkeppnin á sviði hugmynda og ímyndar. Það er þar sem stóriðjan er hættuleg hvað þetta varðar. Fjármálageirinn er reyndar ennþá hættulegri okkar grein, en það er annað mál og minna umdeilt.

Guðlaugur S. Egilsson, 13.4.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband