Hvar liggur óvissan ?

Samtök Atvinnulífsins ályktuðu nýlega að eyða þyrfti óvissu sem fyrst og telja samþykkt á ríkisábyrgð vegna Icesave leiðina til þess.

En í hverju liggur óvissan?  Varla í því að samþykkja ríkisábyrgð á samningi þar sem áhættan er öll okkar megin.  Samþykkjum við Icesave samningin upphefst hin raunverulega óvissa.

  • Munum við ná að selja einhverjar eignir Landsbankans?
  • Munum við nokkuð fá fyrir þær?
  • Þurfum við að standa í þeirri óvissu í 7 ár?
  • Hvernig eigum við að borga vextina sem hlaðast upp á meðan þegar þar að kemur?
  • Og höfuðstólinn?
  • Hver verður hann?
  • Munu ríkisstjórnir Breta og Hollendinga standa í vegi fyrir lagasetningum hér á landi?
  • Munu þær ganga í eignir Íslands ef við stöndum ekki í skilum með einhver lán?
  • Hvaða eignir?
  • Hvað má og hvað má ekki?

 Óvissan hellist fyrst yfir okkur við samþykkt á ríkisábyrgð, ekki öfugt.  Við þurfum að standa í lappirnar og það gerum við með því að hafna ábyrgð á þessum óvissu samningi.

 Þó ég sé alfarið þeirrar skoðunar að svona mál sem greinilega lögfróðir menn eru ekki sammála um, svona eftir því hvar þeir standa í pólitík, eigi að fara fyrir dómstóla, þá held ég að þjóðin myndi sætta sig við samning sem hljóðaði upp á að Bretar og Hollendingar fengju eignir Landsbankans ytra og málið dautt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband