Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Vinstri Græn: Það er í lagi að hafna frumvarpi um Icesave. Það eru nú þegar lög í gildi.

Það þarf nauðsynlega að árétta við þingmenn Vinstri Grænna að það eru nú þegar lög í gildi varðandi fyrirvara vegna Icesave samkomulags.

Verði nýju frumvarpi vegna Icesave samkomulagsins hafnað þýðir það einfaldlega að lögin sem sett voru í haust gilda áfram.

Skilaboðin til Breta, Hollendinga, ESB og AGS verða  að Íslendingar séu tilbúnir til þess að ábyrgjast greiðslur samkvæmt Icesave samkomulagi innan þess lagaramma sem Alþingi setti í haust.

Það þýðir ekki að Íslendingar væru að neita að borga eða neita að standa við samkomulagið heldur einunigs að það verði gert innan ramma laga frá Alþingi.

Ég hvet þingmenn Vinstri Grænna til þess að láta ekki blekkjast enn einu sinni af hótunum Samfylkingarinnar og formanns ykkar um heimsendi. Það er búið að hóta heimsendi nokkrum sinnum án þess að af honum hafi orðið.

Hafnið nýju frumvarpi og segjum nóg komið af kúgunum kvartettsins, Hollendinga, Breta, ESB og AGS.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband