Bloggfærslur mánaðarins, október 2012

Yfirlýsing vegna orða bæjarstjóra Garðabæjar og Álftaness á okkarval.is

Á okkarval.is kjósa bæjarstjórar Álftaness og Garðabæjar að gefa út yfirlýsingu um eftirgjöf kröfuhafa. Í yfirlýsingunni er ekki farið með rétt mál, enda sýna tölur úr skýrslu R3 annað.  Hið rétta er:

Samkvæmt skýrslu R3-ráðgjafar síðu 39 stendur eftirfarandi. “Samkomulag við lánastofnanir gera ráð fyrir um 32% lækkun lána. Höfuðstóll og eftirgjöf lánanna eru þannig; Arionbanki, Höfuðstóll 728,7 milljónir. Lækkun(eftirgjöf) 236,7. Lífeyrissjóðir 169,1 milljón. Lækkun (eftirgjöf) 54,8 milljónir.”

Þetta er margumtöluð niðurfelling skulda um 32%. Hins vegar er enginn annar kröfuhafi er að gefa eftir skuld eða fella niður kröfu. Í fyrrgreindri skýrslu kemur fram að Álftanesbær skuldar tæpa 6 milljarða og að kröfuhafar gefa eftir ofangreindar 300 milljónir. Eftirgjöf 300 milljóna af tæplega 6 milljarða skuld eru 5% niðurfelling skulda en alls ekki 32%. Þetta er hið rétta í málinu.

Á sömu síðu í skýrslunni kemur fram að samningur er gerður við Fasteign um að kaupa sundlaugina á 1,35 milljarð og greiða 204 milljónir að auki í vangreidda leigu, samtals 1.554 milljónir króna. Að auki er eignarhlutur Álftaness í Fasteign ehf afskrifaður um tæpar 400 milljónir. Samtals virðist því Álftanes greiða um 2 milljarða í peningum og eignum fyrir sundlaugina. Í stað þess fellur niður krafa Fasteignar að verðmæti 2,2 milljarðar niður og að auki fellur væntanlega niður skylda Fasteignar um að þjónusta og viðhalda sundlauginni framvegis. Hér er verið að bera saman staðgreiðslu á 2 milljörðum annars vegar og 2,2 milljarða framvirkri kröfu hins vegar. Sá sem hagnast á þessum samningi er Fasteign ehf.

Á síðu 39, 40 og 41 skýrslu R3-ráðgjafar eru þessar tölulegu staðreyndir sýndar í proforma ársreikningi og texta. Rétt skal vera rétt.

Jón Árni Bragason og Bragi Bragason


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband