Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar

 Alveg finnst mér merkilegt að það skuli alltaf koma í hlut okkar sem erum fyrir jafnrétti en erum ekki feministar, að benda á öfgarnar sem fram koma í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti.  En líklega er það bara eðlilegt, mörgum finnast öfgarnar nauðsynlegt verkfæri en þar er ég algerlega ósammála.

Mannréttindanefnd starfar í umboði borgarráðs og er ráðgefandi fyrir borgaryfirvöld um málefni sem varða verksvið hennar sem byggir á jafnræðisreglunni og miðar að því að allir menn fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.

 Nefndin er skipuð fimm fulltrúum kosnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara.

 Nú er það þannig að allir fimm fulltrúarnir eru konur og fjórir af fimm varamönnum eru konur.

 Alveg er ég viss um það að nefndin starfar af heilindum en ég er líka jafnviss um það að ef í henni sætu bara karlmenn þá yrði allt vitlaust í feminista og kvennahreyfingum og hrópað á óréttlæti og fullyrt að nefndin gæti einfaldlega ekki starfað í þágu jafnréttis með einungis karlmenn innanborðs.

Hvað haldið þið? 

http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-1487

Kveðja,

 Jón Árni


Bloggfærslur 10. mars 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband