Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar

 Alveg finnst mér merkilegt að það skuli alltaf koma í hlut okkar sem erum fyrir jafnrétti en erum ekki feministar, að benda á öfgarnar sem fram koma í baráttunni fyrir mannréttindum og jafnrétti.  En líklega er það bara eðlilegt, mörgum finnast öfgarnar nauðsynlegt verkfæri en þar er ég algerlega ósammála.

Mannréttindanefnd starfar í umboði borgarráðs og er ráðgefandi fyrir borgaryfirvöld um málefni sem varða verksvið hennar sem byggir á jafnræðisreglunni og miðar að því að allir menn fái notið mannréttinda án tillits til uppruna, þjóðernis, litarháttar, trúarbragða, stjórnmálaskoðana, kynferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu.

 Nefndin er skipuð fimm fulltrúum kosnum af borgarstjórn og jafnmörgum til vara.

 Nú er það þannig að allir fimm fulltrúarnir eru konur og fjórir af fimm varamönnum eru konur.

 Alveg er ég viss um það að nefndin starfar af heilindum en ég er líka jafnviss um það að ef í henni sætu bara karlmenn þá yrði allt vitlaust í feminista og kvennahreyfingum og hrópað á óréttlæti og fullyrt að nefndin gæti einfaldlega ekki starfað í þágu jafnréttis með einungis karlmenn innanborðs.

Hvað haldið þið? 

http://www.rvk.is/DesktopDefault.aspx/tabid-1487

Kveðja,

 Jón Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því að ef nefndin væri eingöngu skipuð karlmönnum væru einhverjir - réttara sagt einhverjar - örugglega búnir að lýsa yfir vandlæti sínu. En ég spyr líka af hverju gætti borgarstjórn ekki jafnræðis í kjörinu til setu í nefndinni ? Eða var framboðið takmarkað - hafa kannski bara konur áhuga á mannréttindamálum ? Nei bara spyr svona.

Helga B (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 21:20

2 identicon

Prufa

Jói (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:08

3 identicon

Þetta er orðið algjörlega óþolandi og komið svo miiiiikið út í öfgar með þessa feminisam á íslandi. Það má ekki segja neitt, það má ekki gera grína f neinu.
Það var Þorrablót íslendinga hér í London um daginn og það er hefð að konur komi upp og haldi ræðu og karlmenn og öfugt... Konan kom upp og fjörsamlega DRULLAÐI yfir karlmennina og fór meðal annars í það að þær þyrftu okkur ekki og að við værum svo ótrúlega heimskir...
Ég spyr: Ef ég hefði svo farið upp á svið og kúkað jafn mikið yfir þær, hefði ég ekki verið grýttur niður og hversu mikil andskotans karlremba og viðbjóður ég væri...??

Ég sá þátt um daginn þar sem einhver kúgaður karlmaður var í bleikum bol og labba á milli dótabúða á Íslandi. Hann var að blöskra sig á því að það væri strákur frama á kassanum af kappakstursbíl og strákur framan á bifvélavirkjasetti, en lítil stelpa frama á dukkuvagni og svona litlu eldarvélarsetti og hann spurði "Þyðir þetta að okkar skilaboð til kvennmanna að þær eigi bara heima í eldhúsinu og sjá um heimilisverkin"... Hvað finnst ykur um þetta ...??
Tja fyrir mér eru þetta litli öfga hálvita feminismahópurinn sem er að eyðileggja fyrir öllum "venjulegu" feminismunum og jafnréttisfólki...

Ég að sjálfsögðu styð jafnrétt til vinnu og launa... En þegar öfga feminismarnir eru farnir að tala um af hverju það séu ekki fleirri konur í bifvélarvirkjun, atvinnutækjum svo sem vörubílum og í öllum iðngreinum...  Það er fínn punktur .. en þá ætla ég að segja ... Eruði þá ekki búnar að tapa kvennlega eðlinu??
Ef að þetta verður þróuninn sé ég enga ástæðu til að opna hurðir fyrir kvennmönnunum í framtíðinni .. þeir ættu að opna þær fyrir okkur opg hjálpa okkur upp stigana ...

Jæja ...
Til að summa þetta upp á einn veg ..
Það eru þessir litlu öfga óþolandi hópar sem eru að eyðileggja fyrir heildinni ...

KV
Arnar Helgi

Arnar Helgi (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband