Umhverfisvernd. Feminismi. Múgsefjun.

Hún er ótrúleg þessi pólitíska múgsefjing sem hefur gripið um sig.  Nú ætla allir að vera grænir, allir að vera feministar, allir að vera á móti klámi og svo framvegis og framvegis.  Það mætti halda að í kosningunum í vor fengju bara konur að kjósa og það sem meira er, bara konur sem líta svo á að karlmenn séu af hinu illa.

Mér finnst alveg vera kominn tími á það að karlmenn, og konur sem vilja vera konur án þess að það sé glæpur, segi stop, að nú sé nóg komið af rugli.  Það er alveg útilokað að við, þessi mikli meirihluti í landinu, hingað til sá þögli, látum þessi tvo múgsefjandi hugtök, umhverfisvernd og feminisma, áfram tröllríða öllu þjóðfélaginu eins og undanfarnar vikur og mánuði.

Mér finnst alveg spurning hvort ekki þurfi að endurskilgreina bæði orðin.

Umhverfisvernd sem í sjálfu sér er jákvætt orð hefur verið hertekið af fólki sem virðist alfarið vera á móti framförum og þá sérstaklega vitrænni umræðu.  Það fólk sem vogar sér að hafa aðra skoðun en þá að nú eigi að hætta öllum virkjanaframkvæmdum, vegalagningu og álframleiðslu eru bara stimplaðir alveg ga ga, og svo er ekkert hægt að ræða málin.

Eins er komið fyrir fyrirbærinu feminisma sem illu heilli er farið að standa fyrir það að allir karlmenn séu ofbeldismenn, háðir klámi og vilji bara kaupa og selja konur í kynferðislegum tilgangi.

Ofstopinn er þvílíkur og heiftin, að það mætti alveg spyrja hvort orðið feminismi ætti ekki að fara að flokkast með orðum eins og fasisma og nasisma.

Já, nú er nóg komið.

Jón Árni

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg gríðarlega sammála þessari færslu. 

kv.

Bragi Dór

Bragi Dór (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband