Óvissan með Icesave

 


mbl.is Icesave rætt á hollenska þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar liggur óvissan ?

Samtök Atvinnulífsins ályktuðu nýlega að eyða þyrfti óvissu sem fyrst og telja samþykkt á ríkisábyrgð vegna Icesave leiðina til þess.

En í hverju liggur óvissan?  Varla í því að samþykkja ríkisábyrgð á samningi þar sem áhættan er öll okkar megin.  Samþykkjum við Icesave samningin upphefst hin raunverulega óvissa.

  • Munum við ná að selja einhverjar eignir Landsbankans?
  • Munum við nokkuð fá fyrir þær?
  • Þurfum við að standa í þeirri óvissu í 7 ár?
  • Hvernig eigum við að borga vextina sem hlaðast upp á meðan þegar þar að kemur?
  • Og höfuðstólinn?
  • Hver verður hann?
  • Munu ríkisstjórnir Breta og Hollendinga standa í vegi fyrir lagasetningum hér á landi?
  • Munu þær ganga í eignir Íslands ef við stöndum ekki í skilum með einhver lán?
  • Hvaða eignir?
  • Hvað má og hvað má ekki?

 Óvissan hellist fyrst yfir okkur við samþykkt á ríkisábyrgð, ekki öfugt.  Við þurfum að standa í lappirnar og það gerum við með því að hafna ábyrgð á þessum óvissu samningi.

 Þó ég sé alfarið þeirrar skoðunar að svona mál sem greinilega lögfróðir menn eru ekki sammála um, svona eftir því hvar þeir standa í pólitík, eigi að fara fyrir dómstóla, þá held ég að þjóðin myndi sætta sig við samning sem hljóðaði upp á að Bretar og Hollendingar fengju eignir Landsbankans ytra og málið dautt.


VG leiðir ESB umsókn .. magnað!

 

Alveg finnst mér magnað hvernig fyrir Vinstri Grænum er komið.   Samfylkingin situr alveg hljóð úti í horni að því virðist en er greinilega með böndin, axlabönd, belti og reiðtygin á Vinstri Grænum.

Nú er þannig komið fyrir Vinstri Grænum að þrátt fyrir að vera eini flokkurinn sem lýsti yfir afdráttarlaust fyrir kosningar að ekki kæmi til greina að sækja um aðild að ESB, þá leiða Vinstri Græn núna baráttuna fyrir innlimun Íslands í Evrópuríkið.

Vinstri Græn með Árna Þór og Steingrím í fararbroddi eru núna að setja það fyrir ríkisstjórnina að hún sæki um aðild að Evrópusambandinu.

 Samhliða þessu tekur Steingrímur á sig nánast einn og alfarið baráttuna fyrir samþykki Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave og ekkert heyrist í Samfylkingunni.  Hún situr bara og togar í spottana og lætur VG um skítverkin.

Hvenær ætlar grasrótin í Vinstri Grænum að rísa upp á afturfæturna og láta í sér heyra?  Ætlar baráttufólkið í VG virkilega að láta kúga sig í beinni útsendingu í öllum meiriháttarmálum?

 


mbl.is Skrifar undir með fyrirvara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband