Langtímagróði bankanna.


Alveg er það merkilegt hvernig bankarnir reyna að telja fólki trú um að þeir séu tilbúnir til þess að taka á sig fjárhagslegan skell til þess að hjálpa fólki.  20% niðurfærsla höfuðstóls myntkörfulána og færsla yfir í óverðtryggð lán er í sjálfu sér glæpatilboð.  Ef lánið er raunverulega tengt erlendir mynt þá er bankinn einfaldlega að veðja á meiri styrkingu gengisins en 20% á næstu árum og mun þá hirða gróðann af sterkara gengið til lengri tíma.   Á meðan er lántakandinn settur á klafann með lán á svimandi háum vöxtum og blekkt með orðunum óverðtryggðum vöxtum.  Óverðtryggðir vextir í dag hljóta að vera slatti í poka eða rúmlega verðbólga ofan á stýrivexti.  Það væru þá 12% plús 10% eða um 22% vextir.  Er fólk ekki lagi í bönkunum?
 
Hér er margfalt betri lausn sem hentar öllum og hér er svo færsla sem útlistar hvernig við fjármögnum þessa leið.
 
Merkilegt nokk þá hef ég sent þetta á alla þingmenn, Seðlabankann, Silfur Egils,Hagsmunasamtök Heimilanna án þess að fá nokkur mótrök.  Reyndar hef ég einungis fengið góðar undirtektir en allir sem einhverju ráða forðast eins og heitan eldinn að ræða þessa lausn.  Af hverju?  Vegna þess að fjármálageirinn þyrfti að græða MINNA næstu þrjú árin.  Ekki tapa, bara græða MINNA. 

mbl.is Líklega niðurfelling hjá fleiri bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er miklu miklu betri lausn.

Staðreyndin er sú með þessa lausn eins og annað frá þessari ríkisstjórn að fjármálageirinn á ekkert að taka á sig af þessum skell á heimilin; þau skulu borga hvað sem tautar eða raular á meðan fjármagnið er varið af krafti.  Samt var það nú fjármagnið sem kom okkur í þessa stöðu.

 Hér er margfalt betri lausn sem hentar öllum og hér er svo færsla sem útlistar hvernig við fjármögnum þessa leið.

Merkilegt nokk þá hef ég sent þetta á alla þingmenn, Seðlabankann, Silfur Egils, Hagsmunasamtök Heimilanna án þess að fá nokkur mótrök.  Reyndar hef ég einungis fengið góðar undirtektir en allir sem einhverju ráða forðast eins og heitan eldinn að ræða þessa lausn.  Af hverju?  Vegna þess að fjármálageirinn þyrfti að græða MINNA næstu þrjú árin.  Ekki tapa, bara græða MINNA.

 


mbl.is Greiðslubyrði allra lána lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. september 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband