Hættum uppbyggingu framhaldsstigs íslenskra háskóla.

 Þá er það menntunin í landinu.  Við erum öll sammála um það að það sé hagkvæmt fyrir þjóðina að auka menntunarstig þjóðarinnar og bæta menntunina.  Takið eftir því að þetta er ekki sami hluturinn.  Við þurfum að bæta menntunina í landinu alveg frá grunnskólastiginu.  Við þurfum að þyngja námið og ætlast til meira af börnunum okkar .. þau geta meira og eins og námið er uppbyggt í dag er ekki verið að ná því besta fram í einstaklingunum.  Til þess að gera þetta þurfum við að stykja nám kennara og borga þeim líka betur.  Við megum þess vegna alveg eyða meiri peningum í styrkingu og eflingu náms á grunnskóla og menntaskólastiginu.

Við þurfum líka að auka menntunina, hvetja fleiri til þess að mennta sig meira og umhverfið þarf að hvetja til þess.  Aukin menntun sem kostar tíma og peninga á þá einnig að skila sér í betri launum og auknum möguleikum. 

Mikið var básúnað um daginn um ætlun menntamálaráðherra að veita miklu fé til uppbyggingar Háskóla Íslands og þá sérstaklega á framhaldsnámi háskólans, þ.e.a.s. eflingu meistara og doktorsnáms.  Ég er þeirrar skoðunar að þarna sé meiri háttar axarskaft á ferðinni.  Við eigum alls ekki að efla þetta stig náms hér á Íslandi.

Í stað þess eigum við að efla möguleika íslendinga til háskólamenntunar á framhaldsstigi erlendis.  Við höfum í áratugi notið góðs af þeim fjölbreytileika og víðsýni sem okkar námsfólk kemur með sér heim eftir nám og búsetu erlendis á mörgum mismunandi menningarheimum.  Við erum með góðar heimtur á íslendingum sem fara erlendis til náms og þetta fók kemur heim með góða menntun og reynslu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, norðurlöndunum, Þýskalandi, Frakklandi og mörgum öðrum löndum.  Við nám og búsetu erlendis öðlast ekki bara námsmennirnir víðari sýn á heiminn og öfluga þekkingu, heldur íslenskt þjóðfélag líka við heimkomuna.

 Við það að efla til muna framhaldsmenntun á háskólastigi hér heima munu færri fara erlendis og við enda uppi með þröngsýnna og einsleitara þjóðfélag sem þá á einnig erfiðara með að meðhöndla nýja íslendinga sem fæðast hafa í öðrum löndum og byrjað sitt líf sem ríkisborgara annarra ríkja en íslands.

Næst mun ég svo taka fyrir hugtakið jöfnuð sem er gott og jákvætt hugtak en eitthvað sem við þurfum líka að varast.

Kveðja,

 Jón Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála því að námsmenn erlendis koma með víðari sýn á heiminum og öfluga þekkingu, en í dag ef ég tek fyri jafnaldra mína, þá virðast hvað allra flestir alls ekki ætla að hætta eftir BS/BA gráðuna hér heima .. Sumir ganga það langt og segja að það sé ekki nóg að hafa "bara" BS gráðu í dag.
Flestir stefna lengra.......................................
Finnst þér þá ekki svolítið "glatað" að fólk "neyðist" til að yfirgefa landið til að halda áfram. Ætti nám erlendis ekki frekar að vera "option" fyrir fólk sem vill fara lengra frekar en að það neyðist til þess. T.D fólk sem er búið að koma sér fyrir hér heima með börn, bíl, hús og allan pakkan?

En fyrst að við erum kommnir í þessar umræður vill ég hér mep drulla yfir LÍN, og mómæla þeirri staðreynd að LÍN lánar ekki (lengur) fyrir skólagjöldum fyrir BS / BA gráðum. Þeir lána bara fyrir framfærslukostnaði (uppihaldskostnaði).
En ef þú ferð í framhaldsnám svo sem Master þá lána þeir fyrir skólagjöldunum....

Mitt mat: Fáránlegt, og á erfitt með að skilja ástæðuna, þar sem þeir lánuðu fyrir þessu í gamla daga.

Kv
Addi

Addi (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband