Aukin nýsköpun ekki "Eitthvað annað"
30.3.2007 | 22:13
Græningjar tala í sífellu um "eitthvað annað". Og vinstri grænir eru nánast alltaf á móti öllu en virðast lítið hafa fram að færa annað.
Það þarf ekkert að koma í staðin fyrir álver og áframhaldandi virkjun orkulinda. Við eigum að ýta undir aukna menntun í landinu og þá ekki síst á tæknisviði. Við eigum líka að ýta undir nýsköpun á mörgum sviðum og þá ekki síðst í tæknigeiranum. En það þýðir ekki að við þurfum að hætta þeirri uppbyggingu sem á stóran þátt í þeirri velmegun sem hér hefur skapast. Þetta er ekki barátta um sama vinnuaflið.
Víst væri gott mál ef hér væru sett up tölvuver og netþjónabú en það tekur fleiri fleiri ár fyrir utan þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað til þess að skapa rétta umhverfið.
Líklega er það misskilningur að slík fyrirtæki myndu skapa hátæknistörf. En ef svo væri þá er vert að minnast á að á Íslandi í dag er talsverður skortur á velmenntuðu tæknifólki. Bankarnir kaupa það í vinnu sem veldur erfiðleikum hjá núverandi hugbúnaðar og hátæknifyrirtækjum. Hvaðan ætti allt þetta vel menntaða starfsfólk að koma? Varla úr álverunum sem ekki yrðu til.
Við þurfum mörg ár af hvetjandi umhverfi til að mennta fleira fólk á tæknisviði og ættum að gera það. Svo gleymist nú alveg sú staðreynd að fleiri og fleiri hugbúnaðar og tæknifyrirtæki í dag, já líka á Íslandi, eru að útvíkka starfsemi sína með því að fjölga sínu starfsfólki í Indlandi í og með vegna þess að við erum ekki samkeppnisfær með allt okkar tæknifólk á þeim launum sem þykja réttlát fyrir slíka vinnu í dag á vesturlöndum.
Varðandi sjónmengunina er vert að minnast á að stækkað álver í Straumsvík verður minna sýnilegt en núverandi álver og flutningslínur verða að mestu í jörðu nálægt þéttbýli.
Græningjar á Íslandi eru á miklum villigötum og hugsa bara um eigin hag og græna tískuna á meðan þeir búa í vellystingum praktuglega í mikilli hagsæld og hagvexti sem að hluta hefur skapast með orkunýtingu og stóriðju sem byggð hefur verið upp á Íslandi síðustu áratugi.
Höldum okkar striki og látum ekki græna tísku sem kemur 15 árum á eftir grænni sveiflu í Evrópu rugla okkur í rýminu.
Kveðja,
Jón Árni
Athugasemdir
Ætli fyrirtæki, já líka á Íslandi, séu samkeppnisfær með mann eins og þig, á launum eins og þú hefur.
muaahahahahahaah
Halldór (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.