Við þurfum nýjan hægri jafnaðarmannaflokk.
30.3.2007 | 23:52
Er ekki alveg að verða ljóst að við þurfum nýjan hægri jafnaðarmannaflokk?
- Framsókn, Frjálslyndir og Íslandhreyfingin munu hverfa.
- Vinstri Grænir verða áfram á móti öllu og hafa ekkert fram að færa.
- Sjálfstæðisflokkurinn of langt til hægri og þjónar of mörgum ríkum.
- Samfylkingin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og mun ekki.
Við þurfum að:
- Efla menntun en ekki gleyma mikilvægi verkafólks og iðnaðarmanna.
- Að hækka laun kennara, allra kennara.
- Að viðurkenna að það er í lagi að borga góð laun fyrir vel unnin störf og mikla ábyrgð.
- Fækka þingmönnum.
- Auka jafnrétti.
Við þurfum ekki:
- Kynjakvóta. Það væri risaskref afturábak. Konur geta.
- Að draga úr stóriðju.
- Að hætta að virkja auðlindir og orkulindir.
- Öfgafullan feminisma
Hvað á ég að kalla flokkinn?
Kveðja,
Jón Árni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.