Borgarahreyfingin og aukið lýðræði - eða hvað?

Það var mín upplifun af nýliðnum kosningunum að Borgarahreyfingin hefði komið 4 mönnum á þing aðallega vegna tveggja atriða;

  • óánægju almennings (kjósenda Borgarahreyfingarinnar allavega) með alþingi og ríkisstjórnina
  • verulegrar áherslu á aukið lýðræði og gegnsæi

Borgarahreyfingin lagði mikla áherslu á og hafði hátt um nauðsyn þess að auka lýðræði á Íslandi og finna leiðir til þess að fólkið í landinu gæti haft meira um sín mál að segja.

Hvernig í ósköpunum gæti þá Borgarahreyfingin stutt tillögu helmings ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu?

Tæki Borgarahreyfingin tal sitt um aukið lýðræði alvarlega þá væri eðlilegt að þjóðin tæki afstöðu til þess hvort rétt sé að leggja inn umsókn í stað þess að alþingið sem Borgarahreyfingin var svo óánægð með taki þessa ákvörðun.

Ef við tökum þetta aðeins lengra þá er aðild að Evrópusambandinu vísasta og fljótlegasta leiðin til þess að MINNKA lýðræði á Íslandi.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi lýðræði á Íslandi minnka verulega af eftirfarandi ástæðum:

  • Valdið til lagasetningar færðist að mestu frá Íslandi til Brussel. Lög Evrópusambandsins yrðu æðri landslögum, jafn nýjum sem gömlum.
  • Vægi íslenskra þingmanna við lagasetningu myndi því minnka og því myndi kosningaþátttaka á Íslandi minnka.
  • Þátttaka kjósenda í Evrópusambandskosningum er talsvert minni en þátttaka í kosningum til þjóðþinga.
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur sem Borgarahreyfingin og aðrir hafa rekið áróður fyrir að yrðu fleiri yrðu nánast einungis um nýjar útgáfur af sáttmálum Evrópusambandsins ef þær yrðu einhverjar yfir höfuð.

Það er því þannig að með því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar tækju afstöðu með tillögu hálfrar ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, væru þingmenn Borgarahreyfingarinnar að leggja sitt af mörkum við að minnka lýðræði á Íslandi, bæði í þessu máli sem og til frambúðar.

 Borgarahreyfingin væri því þannig með stuðningi við nefnda tillögu að svíkja hinn raunverulega málstað sinn og alla sína kjósendur.

 Borgarahreyfingin væri þá komin í hóp með Vinstri Grænum, hóp sem hefði þá svikið kjósendur sína varðandi megináherslur þær sem þessir flokkarnir settu fram fyrir kosningar.

 Ég bara trúi því ekki upp á þingmenn Borgarahreyfingarinnar, né Vinstri Grænna, að þeir greiði atkvæði með tillögunni eða sitji hjá til þess að greiða fyrir samþykkt hennar á einn eða annan máta. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góðir punktar hjá þér. 

Frosti Sigurjónsson, 27.5.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér þennan pistil Jón Árni

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.5.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband