Þvingarnir ESB og AGS gagnvart íslendingum "for Dummies"

Mér þykir orðið nokkuð ljóst að svona hafi hlutirnir gerst:

  • ESB sagði Samfylkingunni að íslendingar gætu gleymt því að sækja um aðild að ESB nema gengið væri að afarkostum Icesave samningins. Samfylkingin hefur í raun bara eitt markmið sem er að koma Íslandi undir yfirráð ESB og þetta vita herrar ESB.
  • AGS sagði fjármálaráðherra að hann gæti gleymt því að íslendingar fengju lán hjá AGS og þar með hjá öðrum þjóðum nema gengið væri að afarkostum Icesave samningsins. Fjármálaráðherra hefur sett allar yfirlýsingar flokks síns um ESB til hliðar fyrir völdin og þetta vita orðið herrar AGS og stjórnvöld Norðulandanna sem vilja okkur í ESB.

Þegar Icesave samningurinn er svo skoðaður kemur í ljós að Bretar og Hollendingar geta gjaldfellt samninginn um leið og Ísland stendur ekki í skilum með eitthvað erlent lán .. já, ekki bara Icesave heldur hvaða erlenda lán íslenska ríkisins.

Llendum við sem sagt í kröggum með eina greiðslu af einhverju láni þá geta þeir gjaldfellt lánin/samninginn og gengið að eigum íslenska ríkisins.

HALLÓ.  Eru menn ekki með öllum mjalla?

Og þetta allt saman þegar líklegast er að við séum ekki einu sinni ábyrg fyrir þessu samkvæmt lögum ESB.Þetta hljómar allt eins og grín. Grátbroslegt grín. En þetta er ekki grín.  Þetta er einfaldlega leið til þess að þvinga Ísland í ESB og auðlindir Íslands undir yfirráð ESB.

Það er alveg ljóst að ESB vill komast yfir og þarf á að halda auðlindum sem ekki eru nú þegar undir yfirráðum ESB og ESB vill komast í tækifæri við auðlindir sem tengjast norðuríshafinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Góð færsla Jón Árni,

Nánast öll þjóðin, nema ríkisstjórnin, er alfarið á móti þessum icesave samningi. Hann verður að fella hvað sem það kostar.

Meiri hluti þjóðarinnar telur líka ótímabært og óþarft að ganga í ESB.

Ríkisstjórnin hamast í þessum málum gegn vilja þjóðarinnar.

Óráð

Frosti Sigurjónsson, 1.7.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband