VG leiðir ESB umsókn .. magnað!
9.7.2009 | 11:37
Alveg finnst mér magnað hvernig fyrir Vinstri Grænum er komið. Samfylkingin situr alveg hljóð úti í horni að því virðist en er greinilega með böndin, axlabönd, belti og reiðtygin á Vinstri Grænum.
Nú er þannig komið fyrir Vinstri Grænum að þrátt fyrir að vera eini flokkurinn sem lýsti yfir afdráttarlaust fyrir kosningar að ekki kæmi til greina að sækja um aðild að ESB, þá leiða Vinstri Græn núna baráttuna fyrir innlimun Íslands í Evrópuríkið.
Vinstri Græn með Árna Þór og Steingrím í fararbroddi eru núna að setja það fyrir ríkisstjórnina að hún sæki um aðild að Evrópusambandinu.
Samhliða þessu tekur Steingrímur á sig nánast einn og alfarið baráttuna fyrir samþykki Alþingis á ríkisábyrgð vegna Icesave og ekkert heyrist í Samfylkingunni. Hún situr bara og togar í spottana og lætur VG um skítverkin.
Hvenær ætlar grasrótin í Vinstri Grænum að rísa upp á afturfæturna og láta í sér heyra? Ætlar baráttufólkið í VG virkilega að láta kúga sig í beinni útsendingu í öllum meiriháttarmálum?
Skrifar undir með fyrirvara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jón Árni: VG leiðir ESB umsókn .. magnað!
Já allt gert til halda ráðherrra stólum og/eða embættum
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:40
Hverskonar sauðir eru kjósendur VG? Maður heyrir ekkert í þessu liði um það að VG er ekki búið að efna eitt einasta af loforðum sýnum og snúa bak við nánast öllu sem samþykkt var á landsfundi. Maður sér bara VG klappstýrur út um allt, þetta fólk gengur ekki heilt til skógar.
Gulli (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 12:05
VG er gjörsamlega búinn sem flokkur ef þetta heldur áfram sem horfir. Eina sem getur bjargað flokknum er að Steingrímur játi að hann hafi verið "teymdur á asnaeyrunum" en nú hafi hann "náð áttum" og berjast eins og ljón fyrir því sem hann lofaði kjósendum sínum í kosningum.
Frosti Sigurjónsson, 9.7.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.