ESB umsóknarferlið er flókið og viðamikið.

Umsóknarferlið er EKKI bara einfaldar aðildarviðræður sem snúast um að skoða hvað er í boði. 

Eftir því sem ég hef komist næst er umsóknarferlið þegar lögð er inn umsókn um aðild að ESB svona í hnotskurn.  Ég segi í hnotskurn af því hver þáttur fyrir sig er flókið ferli, viðamikið, kostnaðarsamt og mikil vinna. 

  1. Ísland leggur inn formlega umsókn um að ganga í ESB.
  2. Ráðherraráð ESB þarf að samþykkja umsókn.
  3. Búin til er “Accession Treaty” sem útlistar nákvæmlega hvernig Ísland tekur upp alla sameiginlega löggjöf ESB.
  4. Eftir að búið er að klára “Accession Treaty” er Ísland orðið formlegt “umsóknarríki”.
  5. Næst þarf Ísland að uppfylla öll svokölluð Kaupmannahafnarskilyrði frá 1993.
  6. Ráðherraráð ESB og Evrópuþingið þarf að samþykkja að aðildarviðræður hefjist.
  7. Nú fyrst byrja aðildarviðræður þar sem Ísland er einu megin við borðið og fulltrúar allra 27 ESB ríkja hinum megin.
  8. Þegar samningur er tilbúin þarf aftur samþykki Ráðherraráðs ESB og Evrópuþings.
  9. Nú byrjar Ísland að taka þátt í öllum störfum ESB og á sæti í nefndum en þó án atkvæðisréttar í flestum tilfellum þangað til skref 10. og 11. er framkvæmd.
  10. Næst er samningurinn við Ísland sendur til þjóðþinga allra 27 ESB ríkja og þurfa þau öll að samþykkja, ef eitt land mótmælir, t.d. Bretland eða Spánn ef veiðiréttur á Íslandi í sögulegu ljósi er ekki inni, þarf að fara aftur á skref 7.
  11. Samningurinn er borin undir Íslensku þjóðina, og ég nokkuð viss um að þjóðaratkvæðagreiðsla á þessu stigi er eitt af skilyrðum ESB.

Takið sérstaklega eftir lið númer 9.  Þar segir að Ísland fari að taka þátt í störfum ESB.  Það er sem sagt gert ráð fyrir því í ferlinu að viðkomandi þjóð sem sækir um sér í reynd búin að ákveða að hún vilji gerast meðlimur í sambandinu.

Miðað við þetta ferli sem líst er hér fyrir ofan, er þá ekki bara eðlilegt að við kynnum okkur málin betur og greiðum atkvæði sem þjóð um það hvort við viljum yfir höfuð fara í gegnum þetta?

Ekki viljum við eyða tíma og peningum allra ef við ætlum ekki þarna inn? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta getur allt stoppað fyrir lið 8.

Rannveig (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband