Óábyrgar yfirlýsingar SJS

Það er að vísu ekkert nýtt að Steingrímur J. lýsi yfir alskyns hörmunum ef við gerum ekki eins og Bretar og Hollendingar ætlist til.

Það er hins vegar grafalvarlegt og óábyrgt af hálfu fjármálaráðherra að hvetja  Breta og Hollendinga opinberlega til þess að hafna samningunum með fyrirvörunum.  Enn einu sinni sýnir SJS það að hann starfar ekki í okkar þágu og berst fyrir okkar málstað, heldur telur hann það sitt verkefni að tala máli Breta og Hollendinga.

Ég vil fá þennan mann aftur í stjórnarandstöðu þar sem hann veitti aðhald og skemmti fólki án þess að valda skaða.


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er illskiljanleg færsla og með öllu órökstudd. Varstu kannski á námskeiði í stjórnmálaskólanum Valhöll

Sigrún (IP-tala skráð) 5.9.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Jón Árni Bragason

 Sæl Sigrún.

Ég hef engin tengsl við Sjálfstæðisflokkinn ef það er það sem þú ert að spyrja um.  Ég átta mig ekki á því hvað er illskiljanlegt við athugasemdina.  Það er öllum ljóst að SJS hefur ítrekað líst því yfir að hér dynji hörmungar yfir ef við ekki gerum eins og Bretar og Hollendingar heimta.  Þetta þarfnast ekki raka.

Að gefa þessar yfirlýsingar núna sem fjármálaráðherra, um að hér verði upplausn hafni Bretar og Hollendingar fyrirvörunum er ekkert annað en tilkynning til Breta og Hollendinga að vilji þeir valda usla þá sé best fyrir þá að hafna fyrirvörunum.

Það sem SJS sem fjármálaráðherra ríkisstjórnar Íslands á að gera í dag er að gera Bretum og Hollendingum ljóst að hafni þeir samkomulaginum með fyrirvörum geti þeir átt á hættu að fá ekkert borgað og lenda í löngum lagalegum málarekstri sem allt eins er líklegt að þeir tapi.  Þannig stæði SJS fyrir okkar hagsmuni og berðist fyrir okkar málstað.  Ég taldi að öllum væri þetta ljóst við lestur athugasemdar minnar.

Ástæða fyrir því að ég segist vilja SJS sjálfan í stjórnarandstöðu þarfnast vo ekki annarra raka en að þar gerir hann minnstan skaðann.

 Kveðja,  Jón Árni

Jón Árni Bragason, 6.9.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband