Bloggfærslur mánaðarins, október 2010
Hugmynd að lausn vegna skuldavanda heimilanna.
12.10.2010 | 22:07
Fyrir rétt rúmu ári síðan setti ég fram lausn á skuldavanda heimilanna. Lausnina er að finna hér.
Síðan sett ég fram útskýringu á hvernig lausnin væri fjármögnuð og þá færslu er að finna hér.
Ég sendi þessa lausn og útskýringuna á alla þingmenn, forsetann, Kastljós, Ísland í dag, Spjallið með Sölva, Silfur Egils og Hagsmunasamtök Heimilanna.
Merkilegt nokk fékk ég svör frá nokkrum þingmönnum og öll frekar jákvæð. Ekkert heyrðist síðan frá neinum öðrum.
Ég velti því fyrir mér hvort þingmenn skilji ekki lausnina eða hvort menn eru almenn bara svona hræddir við fjármagnið. Þessa lausn ættu allavega hagfræðingar að skilja.
Þið megið gjarnan koma þessu á framfæri. Ef lausnin er arfavitlaus eða óframkvæmanleg þá er ég alveg sáttur við að láta reka þetta ofan í mig. Það hefur bara ekki verið gert. :-)
Kveðja,
Jón Árni Bragason
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)