Að sjálfsögðu eigum við að virkja áfram.

Alveg er ég viss um það að allir þeir sem nú tala mest um grænt, náttúruna og skyldu okkar við börnin okkar og komandi kynslóðir meina vel, en ég er líka alveg viss um það að mikill meirihluti græna fólksins er leiksoppur í flóði múgsefjunnar sem skellur á okkur eins og dagleg flóðbylgja og fæstir hafa leitt hugann að þessu í alvöru. Það er tíska að vera grænn og hálfdónalegt að vera það ekki. Þetta græna tal allt saman er farið að hljóma eins og Tom Cruise á símsvaranum hjá Posh Beckham, jarmandi um Vísindakirkjuna, tilraun til heilaþvottar.

Í mínum huga er það mesti misskilningur að það að virkja þær orkulindir sem okkur standa til boða geri landið grátt. Ég trúi því, já trúi því af því að ég get ekki sannað það frekar en aðrir afsannað, að það að beisla alla orkuna sem núna flæðir til sjávar eða ólgar í jörðu niðri, færi okkur gnótt tækifæra til þess að skapa atvinnu og styðja áframhaldandi vöxt íslensks þjóðfélags. Ég trúi því líka að með þeim ógnarhraða sem tækniframfarir eru á þá munum við jarðarbúar vera farnir að beisla sólarorkuna og sjávaröflin í ríkum mæli, kjarnasamruna á hættuminni hátt og já, verða búin að finna nýjar leiðir til orkuframleiðslu sem okkar hafa í dag ekki einu sinni komið til hugar. Þess vegna eigum við óhrædd að virkja í dag og ekki hafa áhyggjur af einhverju stórastoppi þegar við höfum virkjað þær orkulindir sem við teljum okkur geta beislað í dag. Við eigum að nýta tækifærin núna en ekki seinna. Seinna koma önnur tækifæri.

Okkur fjölgar hratt íslendingum, bæði á þennan venjulega máta sem sumir flokka undir klám :-), og svo líka á hinn mátann sem flokkast undir auðgun DNA stofns íslendinga í formi aðfluttra. Þetta fólk þarf allt saman atvinnu, tækifæri, orku og í sig og á. Ef við viljum halda áfram vextinum og halda núverandi lífsmáta og gæðum eða auka þau þá þarf ýmislegt til. Margir segja að við getum bara komið upp þekkingariðnaði og útrásarfyrirtækjum. En þar er líka við ramman reip að draga. Hversu marga banka getum við rekið í útrás? Nú þegar í dag er skortur á fólki með tækni og hugbúnaðarþekkingu og slegist um það hugbúnaðarfólk sem til er í landinu. Ekki er heldur um það að ræða að stóriðjan ræni þekkingariðnaðinn starfsfólki. Þetta er alls ekki spurning um stóriðju eða eitthvað annað eins og þekkingariðnað. Það er alveg hægt að styðja við uppbyggingu á ýmsum sviðum þó við séum með stóriðju í landinu og aukum við hana, og það eigum við að gera. Við eigum að auka og bæta menntun í landinu og styðja þannig undir sköpun nýrra tækifæri og nýtingu hugmynda. Það þýðir samt ekki að við þurfum að stöðva uppbyggingu í dag og virkjun orkulinda og nýtingu.

Ef öll þessi orka sem fer í dag í græna umræðu og baráttu á móti hinu og á móti þessu færi í jákvæða skapandi uppbygginu þá stæðum við miklu betur.

Á morgun skal ég svo segja ykkur af hverju við eigum ekki að eyða of miklum peningum og orku í að byggja upp framhaldsstig í háskólunum okkar en samt auka við og efla menntun í landinu.

Jón Árni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég vil taka það fram að höfundur þessarar greinar er verkfræðingur, og þess vegna er ekki mark á honum takandi

Halldor (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:13

2 identicon

ég vil taka það fram að höfundur þessarar greinar er verkfræðingur, og þess vegna er ekki mark á honum takandi

Halldor (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband