Ingibjörg Sólrún var búin að semja um Icesave.

Mér finnst sérstakt hvað vonbrigði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur með minni aðkomu ESB að Icesave samningnum en hún átti von á hafa vakið lítil viðbrögð. Mér þykja þessi ummæli hennar benda til þess að hún hafi verið búin að leggja línurnar með aðkomu ESB að Icesave á einhvern þann hátt að ESB aðstoðaði Ísland eða tæki á sig einhvern hluta ábyrgðarinnar og þá væntanlega í staðinn fyrir aðildarumsókn Íslands í ESB.

Auðvitað vill ESB Ísland inn og Ingibjörg hefur talið vera hægt að semja betur í tengslum við aðildarumsókn.

En síðan lét samninganefnd Íslands í Icesave málinu taka sig algerlega í bakaríið og Englendingar og Hollendingar ásamt ESB sáu sér leik á borði, þurftu ekki að lofa neinu og það sem meira var;  uppgötvuðu að íslenska ríkistjórnin er til í að borga stórfé fyrir að komast í ESB.

 Nú var allt í einu ný staða á borðinu fyrir ESB, ekki þurfi að gera neitt fyrir Ísland, það var meira að segja hægt að láta þá borga stórfé og koma á hnjánum alla leið til Brussel.   Mikið rosalega held ég að það sé hlegið að okkur í Hollandi, Bretlandi og í Brussel.   Og víðar.

Á sama tíma stendur Steingrímur J. eins og þurs og fullyrðir að engin tengsl séu á milli ESB aðildarumsóknar og Icesave.  Samt birtast hér fréttir hægri og vinstri, þar sem vitnað er í Carl Bildt hjá ESB og ráðherra í Hollandi svo einhverjir séu nefndir þar sem þeir upplýsa bara um tengsl og fyrirætlanir ESB.

Þetta er að verða algjör farsi og með ólíkindum að það skuli ennþá verið að ræða Icesave samkomulagið á Alþingi.  Það ætti að vera orðið öllum ljóst að samningnum verður að hafna og því fyrr því betra.

Og yrði honum ekki hafnað þá er jafn ljóst að þá væri gjá á milli þings og þjóðar og forsetinn gæti ekki skrifað undir. 


mbl.is Rýnir í gögn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband