Ný hugmynd að lausn til bjargar heimilunum.

Ég fékk nýja hugmynd í hendurnar.  Lausnina kynni ég hér neðar eftir að hafa útlistað forsendur og stöðuna. Auvitað munu allir svokallaðir hagsmunaaðilar, SA, ASÍ, Lífeyrissjóðirnir, ríkisstjórnin, fjármálakerfið og Landstjórinn verða á móti.  Því meira sem þeir eru á móti því líklegra er að hugmyndin þjóni fólki en ekki bara fjármagninu.

Inngangur

Nú er það svo að öllum er það ljóst orðið að bankar, lífeyrirssjóðir og önnur fjármálafyrirtæki í höndum óvarkárra stjórnenda og í skjóli slakra laga og reglna ESB/EES og undirslælegri framistöðu eftirlitsaðila í mörgum löndum, komu íslensku hagkerfi á hnén og almennum skuldugum íslendingum í erfiða aðstöðu.

Það er einnig ljóst að margir hafa tapað miklu fé.  Skuldir heimilanna hafa hins vegar aukist verulega vegna þessa og ekki bara á pappírunum því ætlunin virðist vera að láta hinn almenna íslending borga fyrir allt sukkið.  Ljóst er að margur mun ekki geta staðið undir því oki sem á hefur verið sett.

Það mætti líka vera flestum ljóst að þær aðgerðir sem hingað til hefur verið unnið í miðast allar við að bjarga fjármagnseigendum frá tapi, að bjarga þeim sem eiga skuldir en ekki þeim sem skulda.  Nýju bankarnir hafa líklega fengið eignir/útlán gömlu bankanna á 30-40% afskriftum en virðast einbeittir í að innheimta skuldirnar að fullu og þá gjarnan með aukaálagi að ystu þolmörkum skuldaranna.

Hins vegar hefur öll umræða hingað til beinst að lausnum sem fela í sér afskriftir, niðurfærslur, tekjutengingar,aukningu á flækjustigi, miðstýringu, tilsjónarmennsku, skrifræði, eftirliti og annarri almennri forræðishyggju.  Ekki er tekið á því sem raunverulega skiptir máli sem er hið séreinangraða íslenskavaxtaokur sem hefur viðgengist bæði gagnvart atvinnulífi og heimilum undanfarna áratugi.  Kastljósi lausna á að beina að þeim vöxtum sem fara á milli lánveitenda og lántakenda.  Í því felst sáttarmöguleikiog leið til lausnar án forræðishyggju og afskrifta.

Staðan

  • Heimilin - Aukning skulda heimilanna vegna íbúðakaupa vegna fjármálakreppu nemur um 300 - 500 milljörðum.  Þá eru ótaldar skuldir sem hið opinbera tekur yfir og ætlunin er að láta heimilin borga að auki. Við óbreytt kerfi munu fjármálafyrirtækin leggja auknar byrðar í formi vaxta á heimilin til að ná "tapinu" til baka.  Tapi sem búið er að flytja á heimilin nú þegar. Greiðsluflæðið/eignatilfærslan er einhliða og aukning greiðslubyrði leiðir til gjaldþrota, eignahruns o.s.frv.
  • Ríki og Sveitarfélög - Aukning skulda ríkis ogsveitarfélaga vegna fjármálakreppunnar nemur um 700 - 1.000 milljörðum
  • Atvinnulífið - Aukning skulda atvinnulífsins vegna fjármálakreppunnar nemur hundruðum ef ekki þúsundum milljarða, segum um 1.000 milljörðum.
  • Bankar, sparisjóðir, önnur fjármálafyrirtæki og Lífeyrissjóðir.  Þessir aðilar eru ábyrgir að stórum hluta fyrir hruninu og því ekki óeðlilegt að þau taki á sig á næstu árum hluta þessara 2 - 3 þúsund milljarða skuldaaukningar heimilanna, hins opinbera og atvinnulífsins.

Lausnin

Gerður yrði samningur um að ekki yrðu greiddir vextir né verðtryggðir vextir af fasteignalánum í 3 ár.  Eingöngu afborganir og verðtryggðar afborganir yrðu greiddar eigendum fasteignalána.  Verðtrygging og gengisvísitala yrði áfram virk og með þeim hætti væru eigendum fasteignalánanna tryggð raunverðmæti eigna sinna á þessum3ja ára samningstíma.  Skuldarar fasteignalána myndu um leið staðfesta skuld sína við lánadrottna.

Fasteignalán heimila eru í dag um 1.200 milljarðar.  Ætla má að afborganir vaxta og verðtryggðra vaxta séu um 80 - 100 milljarðar á ári, gróft reiknað.  Sparnaður skuldara vegna þessarar aðferðar yrði skattlagður um 33% og rynni sá skattur til ríkisins inn í Vaxtasjóðinn.  Vaxtabætur ríkisins til einstaklinga og heimila yrðu aflagðar enda um niðurgreiðslur að ræða sem ekki hafa náð tilgangi sínum. Skuldari sem tekið hefur lán til fasteignakaupa á síðustu arum og skuldar 10 milljónir í eftirstöðvar í dag er að borga í dag rétt rúmar 50 þúsund krónur á mánuði og þar af um 42 þús í vexti.  Verði þessi leið farin borgaði þessi skuldari um 21-25 þúsund krónur á mánuði eða 28 þúsund krónum minna á mánuði.  Af greiðslunni færi um 14 þúsund krónur í Vaxtastjóðinn í umsjá ríkisins og 7-11 þúsund í greiðslu af höfuðstól lánsins.

Ríkið myndi nota innheimtar tekjur til greiðslu vaxtabóta til eigenda fasteignalána annars vegar og til aðstoðar við tekju- og efnaminni heimila hinsvegar.  Ríkið gæti að auki komið með framlög inn í Vaxtasjóðinn til að mæta kostnaði vegna þessa verkefnis.

Öll kerfi eru til staðar.  Útreikningar allra lána yrðu áfram með sama hætti en fjármálastofnanir og lífeyrissjóðirmyndu aðeins innheimta hverju sinni afborganir og þriðjung vaxtagreiðslanna.  Vaxtagreiðslunum væri skilað í ríkissjóð (Vaxtasjóðinn) og inneign/krafa myndast fyrir fyrir vöxtum og verðtryggðum vöxtum á ríkið.  Það væri ríkisins (fyrir hönd íslenskra heimila) og eigenda fasteignalánanna að semja um hversu stór hluti þeirrar kröfu yrði greiddur á samningstíma af Vaxtasjóðnum.

Þeir sem skulda mest og nýjast myndu greiða mest í Vaxtasjóðinn.  Þeir hafa líka tekið mestu hamfarirnar á sig í aukinni skuldabyrði.  Þetta fyrirkomulag yrði lagt niður eftir 3 ár og allt færist í sama horf.  Ef skoðaðar eru vísitölur 10 ár aftur í tímann er ljóst að á lengri tími er um leiðréttingar að ræða og núverðandi erfiðleikar eru vegna of mikilla breytinga á of skömmum tíma í samhengi vísitalna neyslu, launa og eigna.

Verðieignir seldar á tímabilinu með áhvílandi lánum yrði að gera upp viðkomandi lán.

Kaup nýrra aðila á fasteignamarkaði yrðu óbreytt og tækju mið af núverandi kerfum og eðlilegu mati á greiðslu og eignastöðu viðkomandi.

Þetta fyrirkomulag tryggir fjármunaeignir og veðhæfi eigna.  Það er gott fyrir fjármagnseigandann og betra en afskriftir á kröfum.  Þetta fyrirkomulag tryggir greiðsluhæfi skuldara næstu 3 árin og eyðir óvissu um stöðu heimila.  Fyrirkomulagið gefur heimilinum þann tíma sem þarf þangað til nokkurn vegin eðlilegt jafnvægi næst aftur í vísitölum, neyslu, launa og íbúðaverðs.

Þetta fyrirkomulag eykur að auki neysluhæfi heimilanna sem er gott fyrir samfélagið og atvinnulífið.  Þetta fyrirkomulag eykur einnig möguleika skuldara að lækka skuldir sínar hraðar en ella og minnka þar með fjármálakerfið og innbyggða áhættu þess.  Það er raunverulegt langtímamarkmiðið fyrir Íslendinga. 

Þetta fyrirkomulag tryggir ríkinu tekjur og samningsstöðu um útgjöld yfir óvissutíma og eykur möguleika ríkis og heimila á að ná tökum á vandanum sem liggur fyrir.

Mun Íbúðalánasjóður tapa á þessu. Svarið er já og nei. Til skemmri tíma já.  Til lengri tíma er svarið nei.  Sama á við um fjármálastofnanir í eigu ríkisins.  Sama á við um lífeyrissjóðina.

Það er vaxtaokur sem veldur gríðarlegum eignatilfærslum.  Stoppum vextina og setjum raunvexti í núll í 3 ár.  Það er raunveruleg sáttaleið í samfélagi sem er að gliðna í sundur.

Endilega komið þessar hugmynd og færslu á framfæri sem víðast.  Ekki hika heldur við að koma með athugasemdir og spurningar.  Þannig getur hugmyndin bara orðið betri.

Kveðja,

Jón Árni Bragason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

biddu þetta er bara snilld auðvita eigum við lika rett á fystingu um 3 ár ja og atvinnulifið færi i gang afhverju ert þu ekki a þingi

Anna Maria Petursdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 00:47

2 Smámynd: Jón Árni Bragason

Bara svo það sé á hreinu þá er ég ekki að tala um frystingu heldur bara að vextir séu ekki greiddir í 3 ár. Ekki seinna, bara ekki. Núll prósent vextir í 3 ár af húsnæðislánum.

Jón Árni Bragason, 15.9.2009 kl. 01:35

3 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Hvaða áhrif hefur þetta á vísitölu í þessi þrjú ár? Verður verðhjöðnun með þessu móti?

Það má líka velta því fyrir sér hvers vegna lán sem tekið var hjá ÍLS 2005, 90% af brunabótamati, er orðið hærra en brunabótamatið. Því er slíkt lán ekki fært niður í 90% af brunabótamati mínus það sem greitt hefur verið af því?

Birgir Þór Bragason, 15.9.2009 kl. 11:31

4 Smámynd: Hallur Magnússon

birgir

af því að innan fárra ára mun brunabótamatið verða aftur hærra en lánið

þessi lausn er snilld!

Hallur Magnússon, 15.9.2009 kl. 23:09

5 Smámynd: Jón Árni Bragason

Birgir: Það virðist ekki vera vilji fyrir leiðréttingu eða niðurfærslum á höfuðstól lána þar sem það rýrir eign fjármagnsins, þ.e.a.s. þeirra sem lána. Hugmyndin sem ég set fram verndar hins vegar fjármagnseigandann fyrir skaða en hann fær ekki ávöxtun í nokkurn tíma sem þýðir lægri heildarávöxtun sé litið til lengri tíma en þessi þrjú ár.

Hallur: Ég hvet þig til þess að koma þessari hugmynd á framfæri sem víðast og koma henni í umræðu. Þannig getur hún mótast og útfærslan jafnvel orðið betri og um hana myndast sátt.

Jón Árni Bragason, 15.9.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Margrét Arngrímsdóttir

Ég er mjög hrifin af þessari hugmynd (er hún ekki komin frá bróður þínum?). Ég tel að ef þessi leið yrði farin mynda það vera greiðsluhvetjandi fyrir fólk. Það sætu allir við sama borð, þeir sem hefðu meira milli handanna gætu notað tækifærið og greitt lánin hraðar og þeir sem hafa lítið milli handanna myndu ná endum saman. Mér skildist á færslunni að þetta myndi ekki ná til þeirra sem væru að kaupa. Það finnst mér reyndar að mætti breyta, því það myndi virkilega hleypa lífi í fasteignamarkaðinn aftur og losa þá sem sitja uppi með eignir að losna við þær. Því fólk eins og ég myndi tvímælalaust nota tækifærið og kaupa íbúð.

Margrét Arngrímsdóttir, 16.9.2009 kl. 12:31

7 Smámynd: Jón Árni Bragason

Eins og ég segi í upphafi færslunnar þá fékk ég hugmyndina í hendurnar og hún er ekki mín. Sá sem gaukaði henni að mér vill að svo stöddu ekki láta nafns síns getið. :-)

Nánari útfærsla á hugmyndinni gæti að sjálfsögðu skoðað að taka tillit til þeirra sem kaupa á þessum tíma en markmiðið með hugmyndinni er að taka á vandanum sem er fyrir hendi nú þegar.

Jón Árni Bragason, 16.9.2009 kl. 13:23

8 Smámynd: Margrét Arngrímsdóttir

Ég hef rætt þessa hugmynd við fólk í kringum mig og öllum virðist lítast vel á hana. En ég spyr hvernig er hægt að koma henni almennilega á framfæri og koma henni á framfæri við stjónvöld svo hún megi loks verða að veruleika.

Er spurning um að safna undirskriftum, stofna þrýstihóp eða???

Margrét Arngrímsdóttir, 16.9.2009 kl. 13:46

9 Smámynd: Jón Árni Bragason

Þú getur komið þessari færslu á framfæri við alla vini þína á Facebook og hvatt þá um leið til þess að koma henni á framfæri við sína vini.

Þeir sem þekkja fréttamenn og pólitíkusa gætu komið henni á framfæri við þá aðila.

Jón Árni Bragason, 16.9.2009 kl. 14:14

10 identicon

Áhugaverð leið en eins og þú bendir sjálfur á er afar hæpið að fjármagnið sætti sig við hana og því er hún tæplega fær samkvæmt gullnu reglunni (sá sem á gullið setur reglurnar). Annar annmarki á henni er að krafan um uppgjör lána við sölu eigna mun væntanlega botnfrysta fasteignamarkaðinn og valda enn meira hruni á verðgildi eigna en orðið er sem kemur í bakið á þeim sem þetta á helst að hjálpa, þ.e. þeim sem eiga skuldsettu eignirnar.

Bergþór Hauksson (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 14:44

11 Smámynd: Jón Árni Bragason

Alþingi á að setja reglurnar og ríkisstjórnin á að geta haft eitthvað um þetta að segja. Í dag ætlumst við til þess að hemill sé hafður á fjármagninu og áhrifum þeirra.

Það er ekki rétt að uppgjör lána við fasteignaviðskipti muni frysta markaðinn meira en orðið er. Margir og þar með taldir bankarnir gætu séð sér hag í því að ýta undir fasteigna viðskipti til þess einmitt að lán væru uppgerð og gætu þá lánað upp á nýtt með lágum vöxtum (hærri en núllið) og hjálpað markaðnum af stað aftur.

Þar fyrir utan er hugmyndin ekki greipt í stein og ýmislegt sem má skoða betur til að ná enn betri útfærslu. Við ýtum ekki góðri hugmynd út af borðinu vegna lítils atriðis sem annað hvort er ekki vandamál eða má leysa.

Jón Árni Bragason, 16.9.2009 kl. 15:01

12 Smámynd: Ég

Mér finnst sárlega vanta útreikninga á allar þær lausnir sem eru í gangi, hvernig kostnaðurinn dreifist á aðila og hvenær. Þessi tillaga hljómar vel, en er hugsanlega ekki nægjanlega róttæk fyrir þá sem skulda mest og hafa misst vinnuna(?) Mér finnst að það þyrfti að setja markmið leiðréttingar upp á borðið ... sýna kúrfuna hverjum lausnin á að gagnast, hvernig (varanleg niðurfelling eða frestun) og hvenær skaðinn fellur á þá sem taka hann á sig. Ég er að óska efter Excel scenario dauðans! :)

Ég er hins vegar á því að núverandi tillögur stjórnarinnar eru ekki úthugsaðar.

Ég, 4.10.2009 kl. 10:17

13 identicon

Jónsi! Heitir þessi bróðir þinn, sen ekki vill láta nafn síns getið, nokkuð Bragi?

;-)

Sigurður Þ. Hauksson (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 18:45

14 Smámynd: Jón Árni Bragason

Sigurður: Ég hef hvergi sagt að sá sem ekki vill láta nafns síns getið væri bróðir minn. Ég sagði ekki einu sinni að viðkomandi væri karlkyns.

Jón Árni Bragason, 6.10.2009 kl. 22:16

15 identicon

Það er rétt Jón Árni. Þú hefur ekkert sagt þá veru. Aðrar aths. ýjuðu e-ð að því. Hef hins vegar fyrir satt að nefndur sé mjög talnaglöggur maður, auk markheppninnar!

Blue is the colour!

Sigurður Hauksson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband