Færsluflokkur: Bloggar

Borgarahreyfingin og aukið lýðræði - eða hvað?

Það var mín upplifun af nýliðnum kosningunum að Borgarahreyfingin hefði komið 4 mönnum á þing aðallega vegna tveggja atriða;

  • óánægju almennings (kjósenda Borgarahreyfingarinnar allavega) með alþingi og ríkisstjórnina
  • verulegrar áherslu á aukið lýðræði og gegnsæi

Borgarahreyfingin lagði mikla áherslu á og hafði hátt um nauðsyn þess að auka lýðræði á Íslandi og finna leiðir til þess að fólkið í landinu gæti haft meira um sín mál að segja.

Hvernig í ósköpunum gæti þá Borgarahreyfingin stutt tillögu helmings ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu?

Tæki Borgarahreyfingin tal sitt um aukið lýðræði alvarlega þá væri eðlilegt að þjóðin tæki afstöðu til þess hvort rétt sé að leggja inn umsókn í stað þess að alþingið sem Borgarahreyfingin var svo óánægð með taki þessa ákvörðun.

Ef við tökum þetta aðeins lengra þá er aðild að Evrópusambandinu vísasta og fljótlegasta leiðin til þess að MINNKA lýðræði á Íslandi.

Við aðild Íslands að Evrópusambandinu myndi lýðræði á Íslandi minnka verulega af eftirfarandi ástæðum:

  • Valdið til lagasetningar færðist að mestu frá Íslandi til Brussel. Lög Evrópusambandsins yrðu æðri landslögum, jafn nýjum sem gömlum.
  • Vægi íslenskra þingmanna við lagasetningu myndi því minnka og því myndi kosningaþátttaka á Íslandi minnka.
  • Þátttaka kjósenda í Evrópusambandskosningum er talsvert minni en þátttaka í kosningum til þjóðþinga.
  • Þjóðaratkvæðagreiðslur sem Borgarahreyfingin og aðrir hafa rekið áróður fyrir að yrðu fleiri yrðu nánast einungis um nýjar útgáfur af sáttmálum Evrópusambandsins ef þær yrðu einhverjar yfir höfuð.

Það er því þannig að með því að þingmenn Borgarahreyfingarinnar tækju afstöðu með tillögu hálfrar ríkisstjórnarinnar um að legga inn umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu, væru þingmenn Borgarahreyfingarinnar að leggja sitt af mörkum við að minnka lýðræði á Íslandi, bæði í þessu máli sem og til frambúðar.

 Borgarahreyfingin væri því þannig með stuðningi við nefnda tillögu að svíkja hinn raunverulega málstað sinn og alla sína kjósendur.

 Borgarahreyfingin væri þá komin í hóp með Vinstri Grænum, hóp sem hefði þá svikið kjósendur sína varðandi megináherslur þær sem þessir flokkarnir settu fram fyrir kosningar.

 Ég bara trúi því ekki upp á þingmenn Borgarahreyfingarinnar, né Vinstri Grænna, að þeir greiði atkvæði með tillögunni eða sitji hjá til þess að greiða fyrir samþykkt hennar á einn eða annan máta. 

 

 


Ísland liður í innlimunarplani ESB


Mér finnst alveg merkilegt að fólk skuli ekki sjá hvað vakir fyrir ESB með Olli Rehn í farabroddi. Hann lýsir því sem verkefni sínu/ESB að ljúka innlimun í norðri með Íslandi og Noregi og telur ljóst að hann/ESB muni ljúka innlimunar verkefninu með glans í suðaustur Evrópu.

ESB endurspeglar það sem allir sagnfræðingar og mannfræðingar vita sem er að stórríki verða að bákni sem hefur það að markmiði að stækka með því að innlima þjóðir sem liggja með landamærum þeirra.

Olli lítur greinilega á þetta sem lið í að komast á þann púnkt að gera farið að ljúka þeim breytingum sem þarf til þess að gera ESB að einu ríki, Evrulandi þar sem verður einn gjaldmiðill, einn fáni, ein lög og miðstýring dauðans.

Við eigum auðvitað að að standa á eigin fótum og ekki láta blekkjast af fagurgala um paradís sem ekki er til og verður ekki til.


mbl.is Hver veit nema ESB-umsókn frá Íslandi örvi Norðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir í VG og D saman í stjórn.


Ef VG ætla að standa við sína megin stefnu um að standa utan ESB og láta krónuna duga er ljóst að það stefnir í VG og Sjálfstæðisflokkinn saman í stjórn eftir kosningar.
mbl.is Evrópustefnan verði á hreinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmigerð hrokafull framkoma sendimanna ESB


Fræg er framkoma sendimanna ESB við forseta Tékklands nýlega. Framkoma ESB í garð Íslands í kjölfar hrunsins var fyrirlitleg. Enn einu sinni sýnir ESB sitt rétta andlit. Og þetta er það sem Samfylkingin og uppgjafar íslendingar eru tilbúnir til þess að leggjast og skríða fyrir.
mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingar og þjófavarnarkerfi


Ætti þessi Bergþór ekki að vera í aðeins betra sambandi við tryggingafélagið sitt? Ég er viss um að hann fengi afslátt ef hann væri með þjófavarnarkerfi. Skyldi maðurinn ekkert spá tryggingarnar sínar? Skyldi hann hafa heimsótt tryggingafélagið sitt?

Halló.


mbl.is Einhver virðist vera að safna í hreiðrið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara á móti ...

Ég hef verið að lesa bloggin hans Ómars Ragnarsssonar sem og margra annarra grænna og vinstra megin í pólitíkinni og ég get bara ekki varist þeirri hugsun sem í sífellu dettur inn í höfuðið á mér;  Er allt þetta fólk bara á móti?  Er allt þetta fólk bara að hugsa um að koma í veg fyrir eitthvað?

Það er eins og það sé eini fókusinn.  Ekki lausnir og hugmyndir um hvernig á að færa okkur fram á við heldur bara að koma í veg fyrir hitt og þetta.  Í veg fyrir sömu stjórn, í veg fyrir virkjun orkulinda, í veg fyrir álver, og svo fram vegis.  Jú .. ég heyri að vísu notuð orðin hátækni, auka menntun, styðja við þetta og hitt jákvætt en það heyrist hjá öllum, líka þeim sem eru hægra megin og vilja virkja kraft þjóðarinnar og landsins.  Og þegar ég sé eitthvað jákvætt þá er það yfirleitt í samhengi við "í staðinn fyrir".

Sem sagt .. VG, Íslandshreyfingin, Samfylkingin og jafnvel Frjálslyndir staglast á "koma í veg fyrir", "má ekki gerast", "í staðinn fyrir", "hindra", "hefta" og fleira.

Ekki viljum við þetta svona fólk við stjórnvölinn?  Eða hvað?

 Svo ég víki nú að öðru.  Jú jú, sagt er að ég sé hægra megin og ekki hrifinn af feminisma og svo framvegis og jú ég hef látið út úr mér að ég væri alveg feiknalega á móti Hjallastefnunni en ég sá Margréti Pálu í Silfri Egils og mér fannst feiknamikið til hennar koma ... ég vildi að hún væri í framboði frekar en margir aðrir sem fram koma fyrir hönd stjórnmálaaflanna.  Ekki að ég myndi endilega kjósa hana enda kýs maður flokka í næstu kosningum.

 Já og svo voru það FORMA tónleikarnir.  Uss maður.  Björk.  Algjör brandari. Nýju fötin keisarans er það sem mér dettur í hug.  Þvílíkt rugl.  Tónleikarnir sökkuðu feitt fyrir utan einn þeirr sem kom fram, Pétur Ben.  Ótrúlega góður og hlýtur að eiga framtíðina fyrir sér.

Kveðja,

 Jón Árni


Slys í Hafnarfirði. Hvaða bæjarfélög taka við Alcan?

Nú hefur lýðurinn takið afstöðu og meirihlutinn vill ekki samþykkja stækkun álversins í Straumsvík.  Mikið slys, líklega bara umhverfisslys.  

Nú er bara spurning hvaða bæjarfélög vilja taka við Alcan og þeim störfum og milljörðum sem það færir því bæjarfélagi.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

 Kveðja,

 Jón Árni


mbl.is Hafnfirðingar höfnuðu stækkun álversins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við þurfum nýjan hægri jafnaðarmannaflokk.

Er ekki alveg að verða ljóst að við þurfum nýjan hægri jafnaðarmannaflokk?

  • Framsókn, Frjálslyndir og Íslandhreyfingin munu hverfa.
  • Vinstri Grænir verða áfram á móti öllu og hafa ekkert fram að færa.
  • Sjálfstæðisflokkurinn of langt til hægri og þjónar of mörgum ríkum.
  • Samfylkingin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga og mun ekki.

Við þurfum að:

  • Efla menntun en ekki gleyma mikilvægi verkafólks og iðnaðarmanna.
  • Að hækka laun kennara, allra kennara.
  • Að viðurkenna að það er í lagi að borga góð laun fyrir vel unnin störf og mikla ábyrgð.
  • Fækka þingmönnum.
  • Auka jafnrétti.

Við þurfum ekki: 

  • Kynjakvóta. Það væri risaskref afturábak. Konur geta.
  • Að draga úr stóriðju.
  • Að hætta að virkja auðlindir og orkulindir.
  • Öfgafullan feminisma

Hvað á ég að kalla flokkinn?

Kveðja,

Jón Árni 

 


Er grænt í tísku hjá kvenfólki?

Ég velti því stundum fyrir mér hvort grænt sé í tísku hjá kvenfólki í dag eða hreinlega hvort konur eru yfir höfuð verr upplýstar en karlar.

Kveðja,

Jón Árni 


mbl.is Margrét: Stjórnmál 21. aldar snúast um mannauð, hugvit og nýsköpun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin nýsköpun ekki "Eitthvað annað"

Græningjar tala í sífellu um "eitthvað annað".  Og vinstri grænir eru nánast alltaf á móti öllu en virðast lítið hafa fram að færa annað.

Það þarf ekkert að koma í staðin fyrir álver og áframhaldandi virkjun orkulinda.  Við eigum að ýta undir aukna menntun í landinu og þá ekki síst á tæknisviði.  Við eigum líka að ýta undir nýsköpun á mörgum sviðum og þá ekki síðst í tæknigeiranum.  En það þýðir ekki að við þurfum að hætta þeirri uppbyggingu sem á stóran þátt í þeirri velmegun sem hér hefur skapast.  Þetta er ekki barátta um sama vinnuaflið.

Víst væri gott mál ef hér væru sett up tölvuver og netþjónabú en það tekur fleiri fleiri ár fyrir utan þá uppbyggingu sem þarf að eiga sér stað til þess að skapa rétta umhverfið. 

Líklega er það misskilningur að slík fyrirtæki myndu skapa hátæknistörf. En ef svo væri þá er vert að minnast á að á Íslandi í dag er talsverður skortur á velmenntuðu tæknifólki.  Bankarnir kaupa það í vinnu sem veldur erfiðleikum hjá núverandi hugbúnaðar og hátæknifyrirtækjum.  Hvaðan ætti allt þetta vel menntaða starfsfólk að koma? Varla úr álverunum sem ekki yrðu til.

Við þurfum mörg ár af hvetjandi umhverfi til að mennta fleira fólk á tæknisviði og ættum að gera það.  Svo gleymist nú alveg sú staðreynd að fleiri og fleiri hugbúnaðar og tæknifyrirtæki í dag, já líka á Íslandi, eru að útvíkka starfsemi sína með því að fjölga sínu starfsfólki í Indlandi í og með vegna þess að við erum ekki samkeppnisfær með allt okkar tæknifólk á þeim launum sem þykja réttlát fyrir slíka vinnu í dag á vesturlöndum.

Varðandi sjónmengunina er vert að minnast á að stækkað álver í Straumsvík verður minna sýnilegt en núverandi álver og flutningslínur verða að mestu í jörðu nálægt þéttbýli.

Græningjar á Íslandi eru á miklum villigötum og hugsa bara um eigin hag og græna tískuna á meðan þeir búa í vellystingum praktuglega í mikilli hagsæld og hagvexti sem að hluta hefur skapast með orkunýtingu og stóriðju sem byggð hefur verið upp á Íslandi síðustu áratugi.

Höldum okkar striki og látum ekki græna tísku sem kemur 15 árum á eftir grænni sveiflu í Evrópu rugla okkur í rýminu. 

Kveðja,

Jón Árni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband